Balayage er frönsk lita aðferð sem er búin að tröllríða heiminum síðastliðin misseri enda ekki skrítið þar sem þessi lita aðferð er æðislega falleg og tiltölulega viðhaldsfrí ef litunin er rétt gerð.
Þegar Balayage er gert þá er hárið penslað fríhendis á vel völdum stöðum í hárinu svo að liturinn komi út sem mest náttúrulegur, eins og sólin hafi litað hárið.
Balayage hentar þeim vel sem vilja fá smá hreyfingu í hárið, mjög náttúrulega litun þar sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá mikla rót eða rótarskil.
Þessi litun hentar kannski ekki þeim sem vilja fá mikla breytingu/lýsingu, þá þyrfti allavegana að nota aðrar aðferðir samhliða Balayage.
Hvernig sér maður hvort Balayage sé illa gert?
Þegar skilin frá rótarlit og yfir í ljósa litinn eru áberandi, liturinn er mislitur og/eða það lítur út eins og þú sért með strípur frá rót. Balayage á að blandast vel frá rót og niður.
Mundu að Balayage er list svo farðu til fagmanns sem hefur reynslu af svona litun!
Hver er munurinn á Balayage og Ombre?
Ombre er litun þar sem liturinn byrjar dekkstur í rót og blandast svo fullkomlega við ljósari og ljósari lit þar sem allir endar eru ljósir.
Með Balayage er t.d. hægt að lýsa mest við andlitið þar sem sólin myndi lýsa hárið náttúrulega og svo örlítið að aftan. Það þarf alls ekki að lýsa alla enda með Balayage. Möguleikarnir eru endalausir.
Hver er munurinn á Balayage og strípum?
Miklu minni sjáanleg skil þegar rótin fer að vax þegar það er gert Balayage en þar sem að sú aðferð er fríhendis þá er ekki notast við álpappír svo að ef það er verið að lýsa hár um meira en nokkra tóna að þá verður að setja álpappír, Balayge aðferð myndi ekki ná að lýsa hárið nægilega vel.
Fyrir hverja er balayage?
Balayage er fyrir allar þær sem vilja hafa náttúrulegt hár með hreyfingu í! Hvort sem þú vilt fá mikla breytingu eða bara rétt svo að birta yfir andlitinu þá myndi þessi aðferð henta þér vel.
Þetta er svo fullkomin aðferð fyrir þær sem eru að lita sig í fyrsta skipti því þessi litun vex fullkomlega úr hárinu.
Balayage er fyrir sítt og millísítt hár , allar hárgerðir og alla liti!
Hvað líður langur tími milli lagfæringa?
Það er auðvitað svo ótrúlega misjafnt hvernig konur hugsa um og vilja hafa hárið á sér svo að það er mjög persónubundið en oftast er verið að setja Balayage 1-2 á ári og svo er hárið rótarlitað inná milli ef þess þarf.
Þær sem eru með ólitað hár koma kannski 1 sinni á ári.
Það er líka allaf hægt að fara í tóner/skol inn á milli til þess að fjarlægja gula tóna og halda litnum ferskum og það er líka bara gott fyrir hárið!
Það er alltaf sniðugt að koma með mynd/myndir svo að fagmaðurinn fái betri mynd af því sem þú vilt gera. Það er ekkert alltaf auðvelt að útsskýra hvað maður er að hugsa og getur fagmaðurinn verið með allt aðra pælingu en þú.