

9,250 kr.
MARC INBANE Le Teint er lúxus litað rakakrem sem hentar til daglegrar notkunar á hreina húð. Það gefur samstundis fullkomna áferð, náttúrulegt yfirbragð og verndar húðina fyrir áreiti umhverfisins. Rakakremið inniheldur Bronzyl® sem tryggir það að húðin heldur lengur lit hvort sem þú hefur náð litnum frá sól eða með okkar náttúrulega brúnkuspreyi. Innihaldsefnin Sheabutter, Hygroplex® og náttúrleg rakagefandi blanda (NMF, Natural Mousturizing factors) sjá til þess að húðin haldi fullkomnum raka og næringu sem gefur húðinni mýkt. LE Teint inniheldur háþróaða UV vörn sem ver húðina gegn skaðlegum geislum sólar og ótímabærri öldrun.
Náttúrulegu plöntuþykkni er bætt við vegna mýkjandi og róandi eiginleika þess og gefur það einnig jafna og fallega áferð. Rakakremið er án olíu og er ríkt af vítamínum. Le Teint gefur húðinni meiri fyllingu og aukinn ljóma. Með notkun rakakremsins endurheimtir húðin sitt náttúrulega jafnvægi og heilbrigði. Hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu.
Stöðugur vilji okkar hjá MARC INBANE til að betrumbæta og þróa afurðir okkar gerir okkur kleift að vera í fremstu línu við að kynna nýjustu framfarir í heimi brúnkunnar. Vegna þessa hafa vörur okkar unnið til verðlauna um allan heim.
Kostir Le Teint
Notkunarleiðbeiningar
Til að ná fram heilbrigðri og ljómandi húð þarf að nota rakakrem daglega.
Gott ráð
Til að ná sem bestum árangri gott að nota svarta skrúbbinn frá MARC INBANE að minnsta kosti einu sinni í viku. Skrúbburinn sem er sótthreinsandi fjarlægir óhreinindi, dauðar húðfrumur sem og þurrkubletti. Skrúbburinn eykur líka blóðflæði og örvar endurnýjun húðarinnar. Þar sem yfirborð húðarinnar verður jafnara og sléttara við notkun á skrúbbnum þá verður liturinn líka jafnari og helst mun lengur.
30ml